Fagleg portrett myndataka fyrir ferilskrá - við hverju má búast

Hvenær hentar Fagleg Portrett myndataka?

Fólk kemur til mín í faglega portrett myndatöku af mörgum ástæðum, en alltaf tengt atvinnu þeirra. Þau vantar mynd til þess að: setja á nýja heimasíðu, eru að byrja í nýju starfi og vilja nýja mynd á tilkynninguna, eru í atvinnuleit og vilja bæta myndina á ferilskrá og LinkedIn, eru á leið í framboð, eru að fara að halda fyrirlestur, eða eru að koma fram í viðtali en vilja heldur fá að senda eigin mynd inn eða myndin sem þau nota almennt er orðin svo gömul að þau sáu tækifæri í því að skipta henni út.


Fagleg portrett myndataka hjá mér fer fram í stúdíói. Helstu ástæður fyrir því eru:

  1. Hægt er að tryggja að dagsetningar haldi óháð veðri, allt árið um kring.

  2. Það gerir tökuna einfalda og þar af leiðandi er hægt að bjóða upp á ákveðin verð, sem ekki væri hægt ef ljósmyndari myndi mæta til viðkomandi, úti eða á vinnustað.

  3. Þar sem ég er sjálf virkur þáttakandi í atvinnulífinu, sem verkfræðingur í miðri viku, þá er bara hægt að bóka tökur hjá mér á sunnudögum.

  4. Bóka töku - Bókunarferlið á síðunni er mjög einfalt sjá hér:

Athugið: Verið búin að kynna ykkur verðskránna áður en bókað, og athugið að það er eitt verð fyrir myndatökuna sjálfa, og svo er hægt að bæta við eftir því hversu margar myndir þið viljið fá afhentar.

Undirbúningur

Þegar líður að myndatöku fær viðkomandi senda tvo áminningarpósta, þar sem allar helstu upplýsingar koma fram. Þar er líka bent á undirbúningsleiðbeiningar sem hægt er að finna hér á síðunni:

Myndatakan sjálf

Þegar mætt er í myndatökuna tek ég á móti þér við innganginn, og við spjöllum um hvað það er sem þú vilt fá út úr myndatökunni. Förum svo aðeins yfir fötin sem þú komst með.

Mér þykir alltaf gott að hita aðeins upp, og ná úr sér kjána-hrollinum - ég veit það vel sjálf að þetta eru óþæginlegar og stressandi aðstæður að standa fyrir framan myndavél.

Markmiðið mitt er að ná einlægum og afslöppuðum svip, sem ég næ fram með samskiptum og tengingu. Ég leiðbeini einnig með líkamsstöðu og hvernig er best að horfa í myndavélina.

Við tökum smá pásu kíkjum á nokkrar myndir sem eru komnar, og förum yfir hvað okkur finnst koma vel út og hverju við viljum breyta í sameiningu. Svo tökum við aðra umferð. Mér þykir þetta hjálpa fólki að fá aðeins meiri sjálfsvitund fyrir framan myndavélina og gengur út skugga um að ekkert sé að, t.d. hár út í loftið eða annað sem fólk tekur sérstaklega eftir sjálft.

Ég reikna með 1-2 fataskiptum, að við skiptum um bakgrunna og auðvitað alltaf hægt að staldra við og laga sig við spegilinn inn á milli.

Afhending mynda

Eftir myndatökuna, fer ég yfir og vel úr ca. 15 bestu myndirnar. Þú færð þær sendar í vefalbúmi og getur borið saman, valið úr og merkt uppáhalds myndirnar þínr “favorites”.

Síðan er gengið frá pöntun í gegnum sömu síðu, þar sem þú getur valið milli þess að fá 1,5 eða allar rafrænar myndir afhentar.

Þú færð svo tölvupóst með tímabundnum niðurhals hlekk með myndunum sem þú pantaðir.

Reynslu sögur

Hér eru nokkrar lýsingar frá fyrri viðskiptavinum um Faglega Portrett myndatöku:

“Fagleg og hágæða ljósmyndun ásamt persónulegri þjónustu. Þórdís hefur hlýlega nærveru og einstakt lag á því að fá mann til að slaka á fyrir framan myndavélina. Hún tekur sér þann tíma sem þarf fyrir góðar myndir, gef henni mín bestu meðmæli.”
- Rakel

“Ég fór í Faglega Portrett myndatöku hjá Þórdísi sem ég var mjög ánægð með. Það var einstaklega gott að mæta til Þórdísar þar sem hún er hlý, fagmannleg, indæl og afslöppuð. Mæli klárlega með því að kíkja í myndatöku til hennar!”
- Hugrún

“Þórdís tók mjög vel á móti mér með þægilegu og faglegu viðmóti. Ljósmyndirnar sem hún tók voru frábærar og var erfitt að velja á milli mynda. Mæli heilshugar með því að fara í myndatöku til Þórdísar. Kærar þakkir fyrir mig.”
- Dóra Lind

“Þórdís er frábær, það var yndislegt að koma til hennar í myndatöku. Hún lætur manni líða svo vel og afslappaðri hjá henni sem skilar frábærum myndum. Ég gæti ekki verið ánægðri með myndirnar sem hún tók, skilaði þeim líka mjög fljótt og vel af sér. Snillingur með meiru verð ég að segja☀️”
- Áslaug Eva

Previous
Previous

Ljósmyndir í jólapakkann

Next
Next

Skipulag örmyndatöku - stutt fjölskyldumyndataka fyrir jólin