Ungbarnamyndir með allri fjölskyldunni

Ungbarnamyndataka er kjörið tækifæri til þess að ná myndum af allri fjölskyldunni saman á þessum tímamótum. Eins og það er dýrmætt að eiga myndir af ungabarninu svona litlu, er ekki síður mikilvægt að eiga myndir af fjölskyldunni í heild sinni frá sama tímabili. Systkini og foreldrar eru á ákveðnu aldursskeiði og dýrmætt að eiga myndir af því tímabili í lífi fjölskyldunnar.

Þórdís Reynis ungbarnamyndataka fjölskyldumyndataka reykjavík.jpg

Þetta tek ég inn í skipulag myndatökunnar og hvet foreldri og systkini til að vera með. Sjá nánar um uppbyggingu ungbarnamyndatöku hér.

Tímamót fyrir alla fjölskylduna

Það eru mikil tímamót fyrir alla fjölskylduna þegar hún stækkar um eina manneskju. Það er gaman að sjá öll börnin saman og sjá stærðarmuninnn, og dýnamíkina á milli þeirra.

Dýrmæt minning

Systkini eru að aðlagast nýja barninu, eru spennt og upplifa allskonar tilfinningar. Það verður líka dýrmætt fyrir nýja barnið að sjá myndir af fjölskyldunni frá tímabilinu þegar það kom til sögunnar.

Svona fjölskyldumyndir eru því dýrmæt minning fyrir börn og foreldra.

Þórdís Reynis ungbarnamyndataka fjölskyldumyndataka reykjavík.jpg

Afslöppuð uppstilling

Þar sem mikill stærðarmunur er á milli allra í fjölskyldunni, þá stilli ég henni upp á ákveðinn hátt. Sú uppstilling er einnig afslöppuð, því allir sitja, eða liggja, og raðast í kringum ungabarnið.

Þetta auðveldar foreldrum að vera afslöppuð því þau þurfa ekki að standa og halda á misgömlum börnum. Börnunum líður vel í fanginu á þeim, eða sitjandi, þar sem þau eru bæði örugg og foreldri geta stýrt ferðinni. Öll í fjölskyldunni ættu að geta notið sín og liðið vel.

Einlæg tenging & nánd

Það skapast mjög falleg tenging á milli allra með þessari aðferð, því nálægðin er mikil.

Dýnamíkin í fjölskyldunni kemur fram í svona myndum, til dæmis þar sem eldri systkini eru orkumikil. Þá kemur það skýrt fram í stemningu myndanna, sem er einmitt lýsandi fyrir þetta tímabil í lífi fjölskyldunnar - mikið fjör, mikið stuð og þreyttir en hlæjandi foreldrar.

Þórdís Reynis ungbarnamyndataka fjölskyldumyndataka reykjavík.jpg

Þegar ungabarnið er eitt með foreldrum sínum, til dæmis sem fyrsta barn, er mikið værð yfir myndunum, og einstök tenging milli foreldra og nýja barnsins.

Þórdís Reynis ungbarnamyndataka fjölskyldumyndataka reykjavík.jpg

Fjörugar eða rólegar - fjölskyldur og tímabil í þeirra lífi eru allskonar. Aðalatriðið er að sú tilfinning og stemning komi fram í myndunum.

Það getur verið krefjandi að fara með barnaskara í myndatöku, en ef aðstæður leyfa getur það líka skapað ótrúlega fallegar og skemmtilegar myndir, sem verða svo dýrmætar í framtíðinni.

Previous
Previous

Jóla hvað? Besti tími fyrir myndatökur í öruggum tíma fyrir jólin

Next
Next

Foreldrar - Af hverju að vera með á ungbarnamynd?