Bókun & Verð

Ungbarna og fjölskyldu portrett

Athugið:
Greiða þarf staðfestingargjald við bókun - 20.000 kr.
Sjá greiðsluupplýsingar í tölvupósti eftir bókun. Rest greidd við myndatöku.

Myndatakan hentar fjölskyldum sem vilja mynda ungabarn eitt, með systkinum og svo með foreldrum. Myndatakan er fyrir allt að 5 fjölskyldumeðlimi og fer fram í ljósmyndastúdíói Þórdísar, Sundaborg 5.

Þessi tegund myndatöku hentar einnig fyrir meðgöngu og fjölskyldur með eldri börn.

Myndatökugjald

44.900 kr - (aðeins myndatakan sjálf)

Innifalið eru ca. 25 myndir í vefalbúmi til að skoða og panta úr.
Sjá verð fyrir hér fyrir neðan á ljósmyndabókum, prentun og afhendingu á rafrænum myndum.

Sjá hér við hverju má búast og leiðbeiningar um undirbúning.

Fyrsta árið pakkar:

79.900 kr - 2 myndatökur

119.900 kr - 3 myndatökur

Þetta er hentugt fyrir fyrsta ár barnsins, meðganga, nýburamynd og/eða svo önnur myndataka á einhverjum tímapunkti fram að eins árs afmæli.

Rafrænar myndir

Rafrænar myndir eru keyptar eftir myndatökuna, til viðbótar við myndatökugjald. Rafrænar myndir eru valdar af viðskiptavini úr vefalbúmi. Miðað við ca. 25 myndir séu í vefalbúmi.

5 myndir - 16.900 kr

15 myndir - 27.900 kr

Allar myndir - 37.900 kr

Rafrænar myndir eru afhentar á jpeg formi í prentupplausn fyrir allt að 30x45cm. Afhent rafrænt með niðurhalshlekk.

Athugið:
Fólki er velkomið að prenta myndirnar sjálf, en þurfa að vera meðvituð um að ekki er hægt að tryggja litaleiðréttingu eða að gæði myndana komi rétt fram þegar prentað er hjá ótengdum þriðja aðila.

Ljósmyndabók

Hágæða ljósmynda bók til að fletta um ókomna framtíð.
Falleg á kaffiborðinu eða sem vegleg gjöf.

25 x 25 cm - 64.900 kr

  • 20 bls bók (10 opnur) og hægt að bæta við opnum

  • Þykkar síður, matt prent og fallegt bókband

  • Léreft áklæði og hægt er að merkja bækurnar með gyllingu

Allar rafrænar myndir fylgja með í prentupplausn.

Auka bækur

Minni útgáfa af sömu bók fyrir afa og ömmur:

20x20 - 26.900 kr

25x25 - 34.900 kr

Prentun og stækkun

Fjölbreyttar stærðir, verð koma fram í vefalbúmi eftir myndatöku.

Almennt ljósmyndaprent

Hægt er að panta almenna ljósmyndaprentun og stækkun í gegnum vefalbúmið eftir myndatökuna.

Gallery plötur

Ljósmyndaprent á harðri plötu sem hægt er að stilla upp á hillu eða ramma inn (t.d. án glers). Sjá mynd

Aðrar stækkanir

Einnig möguleiki á að panta innrammaðar myndir, striga prent og málmprent.

Fólk sem hefur komið í ungbarna og fjölskyldu portrett myndatöku

 

“Mælum tvímælalaust með Þórdísi. Hún tryggði frábæra upplifun í alla staði - sem er alls ekki sjálfsagt þegar verið er að mynda tvö börn undir tveggja ára í miðjum COVID faraldri. 😅 Gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum til að koma næst.”

— Katrín Ýr

“Þórdís er einstaklega lagin við að ná til barna sem skilar sér vel á myndunum. Andrúmsloftið í stúdíó-inu er rólegt og notalegt. Þórdís er mjög fagmannleg og svarar spurningum og beiðnum hratt. Við erum mjög ánægð með myndirnar og hennar vinnu og gefum okkar bestu meðmæli! :)”

— Hlín Vala

“Ég kom með börnin mín í myndatöku til Þórdísar og stemningin í stúdíóinu var einstaklega notaleg og afslöppuð. Hún náði mjög vel til barnanna og var ofsalega þolinmóð. Ég mun hiklaust koma til hennar aftur og mæli sérstaklega með henni. Svo eru myndirnar líka svo fallegar!”

— Ingibjörg

 

“Fórum í fjölskyldu myndatöku til Þórdísar og vorum ekkert smá ánægð með útkomuna. Þórdís er algjör fagmaður og nær svo góðum tengslum við alla
Takk fyrir okkur - komum klárlega aftur”

— Kristín Erla

“Þórdís fær mín allra bestu meðmæli. Fagmanneskja fram í fingurgóma og hefur frábært lag á krökkum. Myndirnar koma alltaf mjög vel út.”

— Sigríður

“Þórdís is great photographer. She took our family photos and then also photos of my one year old boy later. All her work was high quality and she is great with children. She has the magic that you have to possess if you are taking photos of small children. I can´t wait until next time.”

— Audbjorg

 

 Verðskrá í gildi frá 1.1.2023

Verð geta breyst án fyrirvara.
Eftir að myndataka er bókuð standa verð sem voru í gildi þann dag sem myndatakan var bókuð.

Þegar myndum hefur verið skilað rafrænt eða vörur afhentar er viðskiptum lokið. Greiða þarf fyrir viðbótarþjónustu eftir það.