Af hverju nýbura- og ungbarnamyndataka í stúdíói?

Í gegnum tíðina hef ég tekið myndir af ungabörnum í heimahúsi, í seinni tíð alveg fært mig yfir í stúdíó. Mér þykir hvoru tveggja fallegar myndir, og skil vel að fólk velji sér að fá ljósmyndara heim á þessum fyrstu dögum með nýja litla barnið sitt.  Tilhugsunin að fara út úr húsi með það getur verið soldið yfirþyrmandi fyrir sum okkar sem ég skil svo vel. Sum foreldri eru að fara í fyrsta skipti með barnið sitt eitthvert út þegar það kemur í nýburamyndatöku, fyrir utan kannski 5 daga skoðun.

Nýburi í ungbarnamyndatöku í stúdíói.

Meginástæða þess að ég hef valið að taka aðeins nýbura- og ungbarnamyndir í stúdíói er samræmi og fyrirsjánleiki - þ.e. að fólk viti nákvæmlega að hverju það gengur þegar það kemur til mín í myndatöku. 

Fyrirsjánleiki & samræmi

Með því að hafa myndatökur í stúdíóinu eru aðstæðurnar alltaf eins, sem kemur fram í samræmi  milli myndatakna,þannig að útkoman verður eins. Einnig skiptir ekki máli hvenær tíma árs myndatakan er, ég get alltaf tryggt rétt birtuskilyrði í stúdíóinu. Myndatakan verður líka skilvirkari, og tekur styttri tíma.

Birta - alltaf eins óháð veðri & árstíma

í stúdíóinu hef ég fulla stjórn á birtu og endurkasti. Til að ná myndum í ákveðinni upplausn og gæðum, þarf að vera næg birta. Það skiptir því ekki máli hvaða árstími eða tími dags er, birtan hjá mér er alltaf sú sama. Uppsetningin er líka alltaf sú sama og því fer lítill tími í stillingar. Fólk veit þá líka nákvæmlega að hverju það gengur. Í heimahúsum er birtan óútreiknanleg, bæði tengt veðri og staðsetningu glugga. Að koma með ljós og önnur tæki í heimahús er líka auka rask og fyrirhöfn fyrir bæði ljósmyndara og fjölskyldur.

Aðstaða - minna rask fyrir fjölskyldur 

Þegar ég hef farið heim til fólks hef ég oft þurft að útbúa aðstöðu til að taka myndir t.d. í svefnherbergi eða stofu. Þetta er óþarfa rask á heimili með nýbura. Fólk þarf þá heldur ekki að stressa sig á að taka til, eða vera að fá ókunnuga manneskju upp í rúm heima hjá sér 

Svo er það auðveldara fyrir mig að halda fullum fókus á myndefninu því að uppsetning á aðstöðunni er alltaf eins hjá mér í stúdíóinu. Varðandi hreinlæti, þá skipti ég alltaf á rúminu með nýju stranjuðu laki fyrir hvert ungabarn. Einnig er aðstaða til handþvottar og spritt alltaf á staðnum. 

Systkini í ungbarnamyndatöku. Tvær systur og einn lítill nýfæddur bróðir. Nýburi í ungbarnamyndatöku í stúdíói. Lýsing náttúruleg. Engin uppstilling eða fylgihlutir. No posing or props. Newborn photoshoot in studio in Reykjavik Iceland.

Skilvirkni - Tekur styttri tíma

Með því að birtan sé alltaf eins og aðstaðan eins, tekur myndatakan líka styttri tíma. Ég reyni að hafa svona myndatökur ekki mikið lengri en 1,5 klst. Ég tek frá 2+ tíma fyrir nýbura myndatökur, ef það þarf mögulega að svæfa eða gefa, eða taka smá samningaviðræður við eldra systkini. Andrúmsloftið er samt mjög afslappað og við tökum okkur þann tíma sem þarf. En í grunninn tekur þetta minni tíma, og er minna rask á heimili fólks.

Nýbura myndatökur 2023

Ég er sjálf í fæðingarorlofi - átti barn í júlí 2022. Ég vil gjarnan bjóða upp á nýburamyndatökur þrátt fyrir það. Þar sem ég hef takmarkað framboð af myndatöku bókunum í ár vil ég bjóða fólki að skrá sig með góðum fyrirvara svo við getum skipulagt eins og hægt er fram í tímann.

  1. Þú skráir þig á listann, og ég athuga hvort ég geti boðið þér að taka frá tímabókun í kringum settan dag

  2. Þegar barnið kemur hefur þú samband og við hliðrum bókuninni ef þess þarf.

Ég geri ráð fyrir að vera bara með 2-3 tökur í mánuði og hvet ég þig til að skrá þig sem fyrst - þá er líklegra að hægt sé að tryggja pláss. 

Previous
Previous

Við getum öll myndast vel - en hvernig?

Next
Next

Ljósmyndir í jólapakkann