Jólakortamyndir á tímum Covid - Örugg myndataka

Við erum öll að aðlagast nýjum aðstæðum í leik og starfi á tímum Covid-19.

Hvernig getum við haldið áfram að lifa með veirunni, haldið upp á hefðirnar, en gert það á öruggan hátt fyrir okkur og aðra?

Ég hef mikið verið að hugsa um þetta í tengslum við stúdíóið mitt. Hvernig ég get boðið fólki upp á myndatökur án þess að þau eða ég þurfi að taka áhættu á þessum skrítnu tímum?

Þetta er mér sérstaklega hugleikið þar sem nú fer að líða að jólum, og árlegum myndatökum fjölskyldna. Mig langar því að deila með ykkur hvaða ráðstafanir ég hef gert í stúdíóinu hjá mér.

Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík_barnamyndataka.jpg
  1. Snertilaus myndataka

    Þú átt ekki að þurfa að koma við neitt í stúdíóinu sjálfu og inngangurinn er um sjálfvirkar dyr. Þetta dregur úr áhættu á smiti gegnum snertifleti. Einnig þurka ég af öllum mögulegum snertiflötum fyrir myndatökuna, til að vera 100%.

  2. Gríma

    Ég verð með grímu í myndatökunni. Sannarlega gerir þetta myndatökuna aðeins meira krefjandi og að ná tengslum við barnið erfiðara, en í staðin treysti ég á aðstoð foreldranna við að ná athygli barnsins.

    Það erum við fullorðna fólkið sem erum í mestum áhættuhóp er varðar smit, því gæti verið gott fyrir foreldri að vera með grímu, sérstaklega ef þau ætla ekki að vera með á myndum.

  3. Tenging úr 2m fjarlægð

    Það vill svo heppilega til að uppáhalds linsan mín, krefst þess að ljósmyndarinn standi í fjarlægð frá viðfangsefninu.

    Ég mun gera mitt besta að ná sambandi við börnin, sem og foreldrana þrátt fyrir grímuna, og á þó nokkur ráð uppi í erminni :). Það fer svo eftir aldri barnanna hvernig foreldrarnir geta aðstoðað. Til dæmis ef þau eru ekki komin á mikla ferð er nóg fyrir foreldi að vera til hiðar og passa velting. Fyrir 1-1,5 árs þar sem þau eru komin á ferð, er oft erfivaðar að ná athygli þeirra, en 2 ára+ á ég auðveldara með að spjalla við og fá í lið með mér.

  4. Einstaklingsbundnar sóttvarnir

    Svo erum við öll almannavarnir, eins og þríeikið segir. Þvoum hendur og pössum að spritta - einmitt nóg til af því á staðnum. Ég bið fólk að klára salernisferðir fyrir komu í stúdíóið, til að minnkum líkur á snertiflötum sem smitleið.

    Ef fólk finnur fyrir einkennum, eða hefur grun um að hafa verið útsett fyrir veirunni, þá er minnsta mál að hafa strax samband og hliðra tímasetningu myndatökunnar. Tökum enga sénsa.

20201003-155354.jpg

Með þessum ráðstöfunum ættum við að geta tekið öruggar jólakortamyndir í ár. Á þessu ári hefur maður einmitt horfst í augu við það sem virkilega skiptir máli, sem er fjölskyldan og minningarnar.


Hlakka til að sjá ykkur í stúdíóinu fyrir jólin :)

Previous
Previous

Einfaldar & fallegar meðgöngumyndir - 6 góð ráð

Next
Next

Taktu betri mynd á stóru myndavélina þína - 3 lykilatriði