Taktu betri mynd á stóru myndavélina þína - 3 lykilatriði

Áttur stóra og flotta myndavél sem þú kannt mjög takmarkað á? Var fjárfest í græjunni fyrir fæðingu næsta afkomanda, en ekki náðst að lesa í gegnum allan bæklinginn.

Hér eru þrjár stillingar sem eru lykillinn að taka góðar myndir innandyra, í lágri birtu af litla krílinu þínu.

Þórdís Reynis Ljósmyndari í Reykjavík_barnamyndataka.jpg

Ljósop - Appeture

Við viljum að ljósopið sé sem “stærst” - það þýðir að talan sem við viljum sjá á myndavélinni fyrir appeture (F.), sé sem lægst. Ef þú ert með kit-linsu er lægsta stillingin F3,5-5,5 eftir því hvað þú zoomar mikið.

Tip: Kaupa fasta portrett linsu t.d. 50mm f/1.8 eða f/1.4

Hraði - Shutter Speed

Hraðinn verður að vera minnst 1/60 til að ná mynd í fókus af manneskju sem stendur alveg kyrr. Ef þú ert með ungabarn gæti þetta gengið, en líklega þarfut að fara í ennþá meiri hraða t.d. 1/80 til 1/125.

Þeim mun meira ljós, þeim mun hraðar getum við látið “shutterinn” lokast. Þeim mun hraðar þeim mun líklegra að myndin sé ekki hreyfð.

Ljósnæmi - ISO

Þegar þú ert komin með ákveðin hraða, á móti ljósopi, þá er ennþá stundum soldið eftir til þess að myndavélin hafi nægilega mikið ljós til að lýsa upp alla myndina. Þá fórnum við gæðum myndarinnar fyrir að hún sé í fókus. Þeim mun hærra ISO þeim mun grófari verður áferð myndarinnar (e. grain).

image.jpg

Myndir inni - Lítið ljós

Sameinum núna þessar stillingar:

  1. Stilltu myndvélina á M

  2. Settu F. í lægsta mögulegu tölu (t.d. 3.5)

  3. Styltu hraðan í fast á 1/100 eða 1/125

  4. Settu svo ISO á Auto

Þá breytir myndavélin um ISO level eftir magni birtu, og þú þarft engar áhyggjur að hafa :)

Þessi mynd er tekin inni og langt frá glugga Hraði: 1/100 - Ljósop: F2.8 - Ljósnæmi: ISO 5000 (Auto)

Þessi mynd er tekin inni og langt frá glugga
Hraði: 1/100 - Ljósop: F2.8 - Ljósnæmi: ISO 5000 (Auto)

Sama á við um að kvöldi til úti, þá er líklega ekki nægt ljós, og þá notum við sömu stillingar.

Þessi er tekin úti um kvöld fyrir sólarlag Hraði: 1/125 - Ljósop: F2.8 - Ljósnæmi: ISO 640 (Auto)

Þessi er tekin úti um kvöld fyrir sólarlag
Hraði: 1/125 - Ljósop: F2.8 - Ljósnæmi: ISO 640 (Auto)

Nú ertu komin með grunnatriðin fyrir myndir í lágu ljósi. Til viðbótar eru hér tillögur að stillingum þegar þú tekur myndir úti í hærra birtustigi.

Útimyndir - Mikið ljós

Ef birtan er næg, t.d. úti, en ég vil hafa mjúkan fókus, þá nota ég AV (sem þýðir að ljósop er fast, en hraði er breytilegur)

Festu þá ISO í 100, fyrir mestu gæði (minnsta grain), og lægstu tölu fyrir F (stærsta ljósopið) sem linsan þín bíður upp á. Síðan sér myndavélin um að stilla hraðann. Sjá dæmi hér fyrir neðan.

 
20201003-120426.jpg
 
Þessi mynd er tekin úti um hádegi á skýjuðum degi. Mode: AV (ljósop er fast) Hraði: 1/320 (auto) - Ljósop: F2.8 - Ljósnæmi: ISO 100

Þessi mynd er tekin úti um hádegi á skýjuðum degi.
Mode: AV (ljósop er fast)
Hraði: 1/320 (auto) - Ljósop: F2.8 - Ljósnæmi: ISO 100

Ég vona að þetta hjálpi þér að nýta myndavélina þína betur til að taka myndir og skapa minningar með þínum nánustu.

Ef þú vilt fá fyrstu fréttir af nýrri fræðslu eins og þessari grein, skráðu þig þá hér:

 
Previous
Previous

Jólakortamyndir á tímum Covid - Örugg myndataka

Next
Next

Förðun og klæðnaður fyrir portrett myndatöku