Ljósmyndaprentun - af hverju, hvenær og hvar á ég að prenta?

Þegar búið er að fjárfesta í að taka myndir af ungabarni, systkinum eða fjölskyldu, skiptir máli að prenta myndirnar á einhvern hátt.

Þórdís Reynis ungbarnaljósmyndun.jpg

Af hverju: Myndir eru gersemar

Því myndirnar eru dýrmætar - þær eru gersemar fjölskyldunnar. Þær grípa augnablik af börnum og fjölskyldunni á aldri, sem er svo fljótur að líða, en okkur þykir svo vænt um. Því þykir mér svo mikilvægt að prenta myndirnar og hafa þær til sýnist á heimilinu, þannig að þær veki upp tilfinningar og minningar hjá okkur í hversdagslífinu. Þær gera það síður, geymdar á harðadisknum á tölvunni.

Skjár á tölvum og tækjunum okkar eru líka svo rosalega mismunandi, varðandi lita og lýsingar stillingar. Þannig við getum ekki verið viss um að við séum að sjá myndirnar okkar eins og ljósmyndarinn vann þær. Það er aðeins hægt með því að vera með sömu gæði af skjá eða að prenta myndirnar á vegum ljósmyndara.

Vinstri: Mynd á skjá ljósmyndaransHægri: Sama mynd eftir að vera sett á annan skjá í mun lægri gæðum með aðrar stillingar. Litir og contrast er allt annar, og upplýsingar hverfa út í of dökkt eða of ljóst.

Vinstri: Mynd á skjá ljósmyndarans

Hægri: Sama mynd eftir að vera sett á annan skjá í mun lægri gæðum með aðrar stillingar. Litir og contrast er allt annar, og upplýsingar hverfa út í of dökkt eða of ljóst.

Hvenær: Strax

Strax. Best er að panta alla prentun í beinu framhaldi af myndatökunni. Það hefur sýnt sig að annars dregst það á langinn, og gerist kannski ekki. Ég þekki það af eigin reynslu - áhættan er að þær verði aldrei prentaðar.

Hvar: Á vegum ljósmyndara er best

Prent er ekki það sama og prent. Það er nefnilega ákveðin kúnst að láta það sem sést á skjánum koma eins út úr prentaranum. Það er líka mikill mismunur hvernig sama myndin prentast á mismunandi pappír og úr mismunandi prenturum.

Það er því hlutverk þess sem prentar, að leiðrétta fyrir þessum þáttum þegar myndin er prentuð til þess að ná sambærilegri mynd á pappír og þeirri sem sést á skjánum. Þetta kallast á ensku soft proofing.

Vinstri: Fullunnin mynd á skjá hjá ljósmyndara Hægri: Svona mun myndin prentast á eina tegund ljósmyndapappírs án leiðréttingar (soft proofing)

Vinstri: Fullunnin mynd á skjá hjá ljósmyndara
Hægri: Svona mun myndin prentast á eina tegund ljósmyndapappírs án leiðréttingar (soft proofing)

Því mæli ég með að fólk prenti hjá sínum ljósmyndara, eða hjá prent fyrirtækjum sem ljósmyndarinn mælir með. Einnig er hægt að ganga úr skugga um að prentþjónustan bjóði upp á litaleiðréttingu.

En auðvitað fer þetta eftir hvernig gæðum fólk er að sækjast eftir hverju sinni, og því býð ég upp á myndirnar í prentupplausn, og læt þær fylgja með þegar keyptar eru ljósmyndabækur hjá mér.

20210411-161555.jpg
 
 
Previous
Previous

Besti tími fyrir ungbarnamyndir

Next
Next

Ungbarnamyndataka - Við hverju má búast og undirbúningur